Skilmálar
Upplýsingar um seljanda
Seljandi er Saumahornið, Hörgatún 7A, 210 Garðabær.
Saumahornið.is selur vörur fyrir allt tengt sníðagerð og almennum saumaskap.
Samningur
Með greiðslu staðfestir kaupandi að hann þekki gildandi skilmála vefverslunarinnar Saumahornið. Hver kaup eru bindandi fyrir kaupanda samkvæmt skilmálum og skilyrðum vefverslunarinnar.
Verð
Vinsamlegast athugaðu að verð í netverslun geta breyst án fyrirvara, vegna rangra verðupplýsinga eða prentvillna. Verð á vörum eru án virðisaukaskatts en innihalda öll önnur gjöld.
Greiðslumátar
Á Saumahornið.is er hægt að greiða með millifærslu, Aur eða greiðslukortum frá Visa og Eurocard/Mastercard í gegnum örugga greiðslugátt SaltPay.
Ef valin er millifærsla er pöntunin tekin saman þegar greiðsla hefur borist. Pöntun er ógild ef greiðsla hefur ekki borist innan tveggja daga.
Afhending vöru
Saumahornið sendir vörur gegn gjaldi heim að dyrum á höfuðborgarsvæðinu, seinni partinn eða um helgar. Ef valið er um að sækja pöntun er hún sótt að Hörgatúni 7A í Garðabæ næsta virka dag nema annað sé tekið fram.
Skilafrestur og endugreiðsluréttur
Skilafrestur er 14 dagar og kaupandi getur fengið vöru endurgreidda að fullu ef hún er ónotuð, í upprunalegu ástandi og óopnaðri pakkningu. Skila má vöru í Saumahornið, Hörgatún 7A, 210 Garðabæ og greiðslukvittun þarf að fylgja með sendingunni. 14 daga endugreiðslufrestur hefst þegar varan er afhent skráðum viðtakanda. Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar, nema viðkomandi vara sé á útsölu eða sértilboði við vöruskil. Þá er miðað verð vörunnar við þann dag sem vöru er skilað.
Sendingarkostnaður er ekki endurgreiddur.
Gölluð vara
Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðin og greiðum við allan sendingakostnað. Einnig getur viðskiptavinur fengið vöruna endurgreidda.
Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem að hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.
Varnarþing
Þessi samningur er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness.
Hafa samband
Ef einhverjar spurningar vakna endilega sendið okkur línu í gegnum netfangið: hallo@saumahornid.is